Mót ársin 2019
This area does not yet contain any content.
This area does not yet contain any content.
This area does not yet contain any content.

Skráðu þig
á póstlistann
Styrktaraðilar

 

 

 


Mót ársins 2018:

9.feb - 4x7 Áskorun

6.apr - Rx Leikar

Október - Haustmót

---------------

Október - Þrekmót framhaldsskólanna

 

Fylgdu okkur:

 

föstudagur
jan.112019

Skráning hafin á 4x7 Áskorun

Fyrsta mót ársins, 4x7 Áskorunin, hefur nú verið gefin út og skráning er hafin.

Mótið er með sama fyrirkomulagi og í fyrra fyrir utan smávægilegar útfærslubreytingar á nokkrum æfingum.

Smellið hér að neðan til að sjá útskýringar á mótinu:

[ SKRÁNING Á MÓTIÐ HÉR ]

þriðjudagur
jan.082019

Mót ársins 2019

Gleðilegt nýtt ár!

Þrekmótaröðin vill þakka kærlega fyrir samstarfið síðastliðin áratuginn.  Við höldum áfram af sama kappi og kynnum hér mót ársins 2019.

9. febrúar - 4x7 Áskorun

6. apríl - Rx Leikarnir

Október - Haustmót

4x7 mótið verður með sama fyrirkomulagi og á síðasta ári nema með smávægilegum uppfærslum á keppnisgreinum.  Mótið verður gefið út og skráning opnuð föstudaginn 11. janúar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Þrekmótaraðarinnar

laugardagur
okt.272018

Haustmót 2018 - úrslit

Haustmótið fór fram 27. október í HK Digranesi.  Alls voru um 300 skráningar í mótið og voru keppendur frá yfir 15 mismunandi æfingastöðum að etja kappi.

Hér má sjá öll úrslit mótsins:

Stjórn Þrekmótaraðarinnar þakkar keppendum, dómurum, samstarfsaðilum og áhorfendum kærlega fyrir frábært mót.

Myndir frá mótinu eru væntanlegar, fylgist með á Facebook síðunni okkar.

fimmtudagur
okt.252018

Dagskrá móts

Dagskrá Haustmóts. 

kl. 08:00 - Keppenda- og dómarafundur  

kl. 09:00 - Einstaklingskeppni karla hefst  
kl. 10:15 - Einstaklingskeppni kvenna hefst  

kl. 12:15 - Parakeppni hefst  

kl. 15:00- Liðakeppni karla hefst  
kl. 16:15 - Liðakeppni kvenna hefst  

kl. 17:30 - Þrekmót Framhaldsskólanna 2018  

kl. 18:00 - Verðlaunaafhending  

ATH. Það er frítt inn fyrir áhorfendur

þriðjudagur
okt.232018

Drög að rásröð - Haustmót

Skráningu er lokið á síðast mót ársins.  Mjög góð þáttaka verður í mótið og von á miklum átökum.

Alls eru 42 að keppa í einstaklingskeppni, 36 pör og 40 lið.

Nánari dagskrá móts verður birt síðar.

Hér eru DRÖG að ráslistanum, hann mun breytast eitthvað. Mikilvægt er að keppendur kíki aftur á listann þegar nær dregur móti. Ef eitthvað er ekki rétt, hafið endilega samband við okkur á Facebook eða með pósti á threkmot@threkmot.is