Styrktaraðilar

 

 

 


Skráðu þig
á póstlistann

Næstu mót:

Þrekmót, 18. febrúar

CrossFit Leikar, 1. apríl

ÞMR Áskorunin, 14. okt

---------------

Þrekmót framhaldsskólanna, 13. okt

Fylgdu okkur:

 

sunnudagur
apr.022017

Úrslit - CrossFit Leikar

Úrslit úr CrossFit Leikunum eru komin á netið:

Um leið og við viljum þakka bæði keppendum, dómurum og öðrum sem komu að mótinu fyrir frábæran dag í gær þá erum við með tilkynningu.

ATH. Að verðlaunaafhendingu lokinni komu í ljós mistök varðandi úrslit í liðakeppni kvenna og á við um verðlaunasæti. Við hörmum þetta mjög og biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.  

Við leggjum okkur alla fram við að halda gæði mótanna eins háum og við getum og því eru mistök eins og þessi óásættanleg. Við munum fara yfir verklag í stigatalningu og reyna að tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki. 

Efstu þrjú sætin í opnum flokki kvenna í liðakeppni eru eftir leiðréttingu:

  1. sæti - Hrikalegar (CF Sport)
  2. sæti - CFH Píur (CF HFJ)
  3. sæti - Kefdætur (CF Suðurnes)

Haft verður samband við þau lið sem eiga hlut í máli.

fimmtudagur
mar.022017

CrossFit Leikar Þrekmótaraðarinnar - 1. apríl

Drög að ráslista eru komin á netið.

Allir keppendur fá 50% afslátt af keppnisbol frá Under Armour versluninni í Kringlunni og 25% afslátt af öðrum vörum.  Einnig fá keppendur veglegan gjafapoka með vörum frá samstarfsaðilum okkar.

Smellið á myndina hér að neðan fyrir upplýsingar um keppnisgreinar og skráningu:

miðvikudagur
feb.222017

Þrekmót - myndir

Myndir frá Þrekmóti, 18.febrúar 2017, eru komnar inn á Facebook síðuna okkar.

laugardagur
feb.182017

Þrekmót 2017 - úrslit

Þrekmót 2017 fór vel fram í HK Digranesi.  Alls voru 28 einstaklingar, 14 pör og 38 lið skráð til keppni.

Þrekmótaröðin þakkar keppendum, dómurum, áhorfendum og aðstoðarfólki kærlega fyrir gott mót og frábæra stemmningu.

Hér má sjá úrslit Þrekmóts 2017 (lagfærður hlekkur):

fimmtudagur
feb.162017

Þrekmót - rásröð

MÓTIÐ HEFST KL.09:00

FRÍTT INN FYRIR ÁHORFENDUR - SJÁUMST! 

Fylgist með á Snapchat: underarmourisl & hamarkisland

Mjög mikilvægt er að keppendur fari yfir sína skráningu og séu mættir tímanlega fyrir sinn ráshóp.

Skipulag dómara er einnig í skjalinu hér að ofan og biðjum við alla sem munu dæma að fara yfir skráninguna sína þar.