Mót ársin 2019

Skráðu þig
á póstlistann

Mót ársins 2018:

9.feb - 4x7 Áskorun

6.apr - Rx Leikar

Október - Haustmót

---------------

Október - Þrekmót framhaldsskólanna

 

Fylgdu okkur:

 

laugardagur
feb.092019

4x7 Áskorun - ÚRSLIT

Við þökkum kærlega fyrir frábæran keppnisdag í dag. Ekki aðeins var þátttakan frábær heldur létu áhorfendur sig svo sannarlega ekki vanta og stemmningin í Digranesinu var frábær.

Við viljum þakka keppendum, dómurum, samstarfsaðilum og áhorfendum mikið fyrir gott mót.

Sjá úrslit móts HÉR

miðvikudagur
feb.062019

Drög að rásröð

Hér má sjá drög að rásröð og dagskrá 4x7 Áskorunarinnar sem fer fram nk laugardag.

ATHUGIÐ! Mjög mikilvægt er að keppendur fari vel yfir sína skráningu. Einnig þeir sem ætla dæma og greiddu ekki dómaragjald, þurfa að finna í hvaða flokkum þeir eiga að dæma.

Þetta er EKKI loka útfærslan á rásröð, einhverjar breytingar verða gerðar þannig að fylgist vel með fyrir mót :)

miðvikudagur
feb.062019

Skráningu lokið

Skráningu á 4x7 Áskorunina er lokið.  

Alls skráðu sig 55 einstaklingar, 31 par og 60 lið.  Ljóst er að hörku keppni er í vændum.

Drög að rásröð verður gefin út síðar í dag.

ATH. Við óskum eftir dómurum á mótið, greitt er fyrir vinnuna. Hvetjum keppendur til að fá vini og félaga til að koma í dómgæslu og vera þannig með í fjörinu ;)

föstudagur
jan.112019

Skráning hafin á 4x7 Áskorun

Fyrsta mót ársins, 4x7 Áskorunin, hefur nú verið gefin út og skráning er hafin.

Mótið er með sama fyrirkomulagi og í fyrra fyrir utan smávægilegar útfærslubreytingar á nokkrum æfingum.

Smellið hér að neðan til að sjá útskýringar á mótinu:


[ SKRÁNING Á MÓTIÐ HÉR ]

þriðjudagur
jan.082019

Mót ársins 2019

Gleðilegt nýtt ár!

Þrekmótaröðin vill þakka kærlega fyrir samstarfið síðastliðin áratuginn.  Við höldum áfram af sama kappi og kynnum hér mót ársins 2019.

9. febrúar - 4x7 Áskorun

6. apríl - Rx Leikarnir

Október - Haustmót

4x7 mótið verður með sama fyrirkomulagi og á síðasta ári nema með smávægilegum uppfærslum á keppnisgreinum.  Mótið verður gefið út og skráning opnuð föstudaginn 11. janúar.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Þrekmótaraðarinnar